Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. september 2022 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Nasri tjáir sig um Pogba-málið - „Biður ekki um vernd frá galdralækni"
Samir Nasri
Samir Nasri
Mynd: Getty Images
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: EPA
Fyrrum fótboltamaðurinn, Samir Nasri, var ekki skemmt yfir nýjustu fregnum af franska landsliðsmanninum Paul Pogba og segir að hann hafi leitað að hjálp á röngum stað.

Mál Pogba er flókið og mjög svo furðulegt í alla staði en allt byrjaði þetta í mars á þessu ári er hann heimsótti fjölskyldu sína í París.

Hann fékk boð um að fara til vina sinna og þar stóðu tveir vopnaðir menn og kröfðust þess að hann myndi láta þá fá 13 milljónir evra fyrir að hafa verndað hann síðustu ár.

Mathias, bróðir Pogba, er hluti af þessu glæpagengi og vilja mennirnir allir fá sinn skerf af tekjum leikmannsins. Pogba tilkynnti málið er hann sá bróður sinn á æfingasvæði Juventus í sumar, en þá varð honum ljóst að hann væri tengdur málinu.

Pogba tilkynnti málið til lögreglunnar í París og er glæpagengið nú til rannsóknar en Mathias hefur síðan þá hótað að opinbera ýmislegt úr lífi bróður síns. Hann hefur talað um að Pogba hafi leitað til galdralæknis til að setja bölvun á Kylian Mbappe, liðsfélaga hans í franska landsliðinu.

Miðjumaðurinn hefur neitað þessu en viðurkennt að hafa farið til galdralæknis í þeim tilgangi að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku, ekki til að leggja bölvun á Mbappe.

Nasri, sem spilaði fyrir Arsenal og Manchester City, er óhress með þessar fregnir af Pogba. Báðir eru múslimar og er það talin sem synd að leita verndar utan trúarinnar.

„Þetta er algjör mótsögn. Hann er múslimi. Ef þú þarft að verna þig frá einhverju þá leitar þú til guðs, ekki til galdralæknis," sagði Nasri við Canal´+.
Athugasemdir
banner
banner
banner