Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 04. september 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Scholes nefnir verstu kaup Man Utd - „Hef aldrei séð neitt þessu líkt"
Scholes valdi Mark Bosnich sem verstu kaup í sögu United.
Scholes valdi Mark Bosnich sem verstu kaup í sögu United.
Mynd: Getty Images
Scholes.
Scholes.
Mynd: Getty Images
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, ræddi á dögunum um verstu kaup í sögu Manchester United. Scholes var leikmaður félagsins á gullaldarskeiði þess. Scholes sá marga leikmenn koma á 20 ára ferli sínum, og misgóðir voru þeir.

Í The Overlap sagði stuðningsmaður Man Utd að kaupin á Antony, sem keyptur var á 85 milljónir punda frá Ajax 2022, væru verstu kaup félagsins. „Þegar þú talar um peninginn, hvað þú færð fyrir peninginn, þá voru það ekki góð kaup. Maður hugsar líka um Alexis Sanchez, mikil vonbrigði."

Scholes nefndi nokkra aðra leikmenn.

Enski miðjumaðurinn byrjaði á því að nefna Juan Sebastian Veron, sem kom til United árið 2001 frá Ítalíu og lék við hlið Scholes. „Veron var frábær leikmaður, hæfileikaríkur, ég veit ekki af hverju þetta small ekki hjá honum. En frábær fótboltamaður."

Scholes nefndi svo markvörð sem kom til United tvisvar sinnum á ferli. Mark Bosnich er ástralskur markvörður sem kom inn í unglingastarf United árið 1989 en fór aftur til Sydney árið 1991 þar sem hann var í vandræðum með vegabréfsáritun. Svo fór hann til Aston Villa en sneri aftur til United 1999. Alls lék hann 38 keppnisleiki fyrir United á sínum ferli.

„Að mínu mati verstu kaupin, þar vel ég Bosnich. Ég fer aftur til þess tíma þegar við þurftum að finna mann í stað Peter Schmeichel, sem var alltaf að fara verða erfitt. Ég hugsaði (Massimo) Taibi, Mark Bosnich... Ég hélt að hann væri góður markvörður þegar ég sá hann hjá Villa."

Scholes var hissa á standinu á Bosnich. „Hann kom til okkar og var svo lítill atvinnumaður. Þetta var í raun fáránlegt. Á skotæfingum, þá hefurðu venjulega 15-20 mínútur, en eftir þrjú skot var hann alveg sprunginn."

„Og ég hafði aldrei tekið eftir því, en hann gat ekki sparkað í boltann! Ég hef í hreinskilni aldrei séð neitt þessu líkt."

„Við spiluðum gegn Everton á útivelli í fyrsta leik tímabilsins og enginn spáði í því - en hann dreif ekki á miðlínu. Það var enginn vindur þann daginn. það voru fullkomnar aðstæður. Svo horfði maður á skóna, var í risastórum skóm og var alltaf að sparka í jörðina. Vonbrigði."


Bosnich var á sínum tíma markvörður ástralska landsliðsins, lék 179 deildarleiki með Aston Villa og var í þrjú tímabil hjá Chelsea.

Scholes valdi Wayne Rooney sem bestu kaup í sögu Manchester United og Eric Cantona var í öðru sæti á hans lista.
Athugasemdir
banner
banner
banner