Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mið 04. september 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þær eru með svindlleikmann"
Fanndís fyrir bikarúrslitaleikinn á dögunum.
Fanndís fyrir bikarúrslitaleikinn á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þær eru með svindlleikmann sem heitir Fanndís Friðriksdóttir," sagði Magnús Haukur Harðarson í hlaðvarpi um Bestu deild kvenna í síðustu viku.

Var hann þá að tala um Fanndísi Friðriksdóttur, kantmann Vals, sem hefur verið frábær í sumar.

Fanndís, sem er 34 ára, kom til baka um mitt sumar í fyrra eftir að hafa eignast sitt annað barn og eftir krossbandsslit. Í sumar hefur hún fundið sitt gamla form.

„Fanndís hefur ekki fengið það lof sem hún hefur átt skilið. Hún hefur verið frábær í sumar," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, í þættinum.

„Getur maður sagt að þetta sé óvænt? Hún er að koma til baka eftir tvö börn og krossbandsslit," sagði Magnús Haukur.

„Við mættum þeim í bikarnum og fengum skell. Við reyndum að setja það upp hvernig við gætum lokað á hana en það var ekki séns. Maður vill aldrei afskrifa leikmenn en hún er algjör lykilmaður í liðinu þeirra í dag," sagði Óskar Smári.

„Þetta er einstakt. Hún er orðin 34 ára og er að taka leikmenn á sprettinum. Jónína Linnet, sem er einn hraðasti leikmaður deildarinnar, rétt hafði hana," sagði Magnús Haukur en hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Staðan tekin í Bestu deild kvenna nú þegar deildin er skipt
Athugasemdir
banner
banner