Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Segir að Solskjær hafi viljandi veikt liðið og Man Utd endi ekki í topp sex
Michael Owen.
Michael Owen.
Mynd: Getty Images
„Ég held að þeir endi ekki í topp sex á þessu ári," sagði Michael Owen, fyrrum framherji Manchester United, þegar hann ræddi gengi liðsins á BT Sport eftir markalaust jafntefli gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær.

Manchester United er í augnablikinu í tíunda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir verstu byrjun sína frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992.

„Það er líklegt að þeir endi í efri hlutanum en það að við séum að eiga þessar samræður er áhyggjuefni er það ekki? Þetta hlýtur að vera versta lið Manchester United í áratugi, er það ekki? Síðan Sir Alex Ferguson tók við."

„Þetta hefur verið að gerast undanfarin ár. Í fimm, sex, sjö, átta ár hefur maður hugsað að þetta gæti ekki orðið verra en þetta hefur orðið það."

„Ég vil meina að Ole Gunnar Solskjær hafi viljandi veikt liðið. Hann losaði sig við menn eins og Lukaku, Herrera, Darmian, Sanchez og Smalling. Hann veit að þessir leikmenn gætu bætt liðið en hann vill frekar taka nokkur skref aftur á bak og síðan fram á við."

„Hann gerir þetta viljandi og hugsar 'Við höfum losað okkur við leikmenn sem eru líklega betri en við erum með en geta þeir komið okkur þangað sem við viljum fara?' Svarið er nei og þá er hægt að byrja nánast frá grunni og það er það sem Ole Gunnar Solskjær hefur gert."

Athugasemdir
banner
banner