Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2020 23:42
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Areola og Saka bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Fulham
Arsenal og Wolves unnu heimaleiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag og gaf Sky Sports leikmönnum einkunnir að leikslokum.

Bukayo Saka var besti maður vallarins er Arsenal hafði betur gegn Sheffield United en ungstirnið skoraði fyrsta mark leiksins með skalla.

Nicolas Pepe kom inn af bekknum og skoraði og fékk hann 7 í einkunn rétt eins og Gabriel Magalhaes og Hector Bellerin sem lagði bæði mörk Arsenal upp í leiknum.

John Egan var eini leikmaður Sheffield sem fékk 7 í einkunn. Fyrirliðinn átti flottan leik í hjarta varnarinnar en ekki nógu góðan til að bjarga stigi.

Arsenal: Leno (6), Gabriel (7), Luiz (6), Tierney (6), Bellerin (7), Ceballos (6), Elneny (6), Saka (7), Willian (6), Aubameyang (6), Nketiah (6)
Varamaður: Pepe (7)

Sheffield Utd: Ramsdale (6), Baldock (6), Egan (7), Basham (6), Robinson (6), Stevens (6), Osborn (5), Berge (5), Lundstram (5), Burke (6), McGoldrick (6)
Varamenn: McBurnie (5), Fleck (5)



Úlfarnir höfðu þá betur gegn Fulham og var Alphonse Areola valinn maður leiksins.

Areola hélt Fulham inni í leiknum með frábærum markvörslum en Pedro Neto gerði eina mark leiksins fyrir Wolves.

Neto og Areola voru bestu menn vallarins með 8 í einkunn en fjórir Úlfar og þrír leikmenn Fulham fengu 7. Þar á meðal voru nýju leikmennirnir Nelson Semedo og Ademola Lookman, sem leit vel út eftir að hafa komið inn af bekknum.

Wolves: Patricio 6, Kilman 6, Coady 7, Boly 6. Semedo 7, Dendoncker 7, Neves 6, Saiss 6, Podence 6, Jimenez 7, Neto 8
Varamenn: Moutinho 6, Hoever 6, Traore 6

Fulham: Areola 8, Aine 6, Ream 6, Le Marchand 6, Robinson 7, Cavaleiro 5, Cairney 6, Anguissa 7, Bryan 6, Decordova-Reid 6, Mitrovic 6
Varamenn: Kamara 6, Lookman 7, Kebano 6
Athugasemdir
banner
banner