Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   fös 04. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt. Það er langt síðan ég hef verið svona ótrúlega spennt að spila fótboltaleik. Ég get bara ekki beðið," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Breiðablik er einu stigi á undan Val fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað. Blikaliðið hefur verið að spila hreint út sagt stórkostlega síðustu vikur.

„Þetta hefur verið sama sagan með þessi tvö lið síðustu ár en loksins fáum við svona leik. Þetta hefur ekki verið of mikil spenna síðustu ár. Við þekkjum þær vel og kunnum ágætlega inn á þeirra veikleika og styrkleika. Við þurfum að mæta vel tilbúnar."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Andrúmsloftið hefur bara verið mjög gott. Það hefur verið góður andi í allt sumar. Við höfum verið að fara inn í leikina í úrslitakeppnina sem einn úrslitaleik fyrir sig. Það hefur gengið vel. Ég finn mjög góða orku í hópnum."

Komið sterkar inn
Blikar töpuðu síðasta leik sínum á Hlíðarenda, 0-1. Margt hefur breyst frá þeim leik en Agla María Albertsdóttir hefur komið til baka úr meiðslum og þá gengu Samantha Smith og Kristín Dís Árnadóttir í raðir Blika. Þær hafa allar verið stórkostlegar síðustu vikur.

„Agla María er ótrúlega góður leikmaður og íþróttamaður. Hún hugsaði fáránlega vel í þessum meiðslum og það var mjög gott að fá hana inn aftur. Hún er leiðtogi í hópnum. Sammy hefur passað rosalega vel inn í hópinn. Það ekki sjálfgefið að fá útlending inn í liðið... þetta getur verið besti leikmaður í Evrópu en passar ekki inn í liðið og á erfitt með að tengja við leikmenn en það hefur ekki verið staðan með hana. Mér finnst frábært hvað hún hefur smellpassað inn í hópinn, eins og flís við rass," sagði Ásta.

Það verði fleiri Blikar
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum. Væri ekki bara skandall ef það verður áhorfendamet?

„Það væri bara mjög mikill skandall. Ég trúi ekki öðru en að það verði full stúka hérna, og það verði fleiri Blikar. Maður veit ekkert hvenær svona leikur kemur aftur. Ég trúi ekki öðru en að það verði biluð stemning og svo fagnað í lokin."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner