Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fös 04. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt. Það er langt síðan ég hef verið svona ótrúlega spennt að spila fótboltaleik. Ég get bara ekki beðið," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Breiðablik er einu stigi á undan Val fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað. Blikaliðið hefur verið að spila hreint út sagt stórkostlega síðustu vikur.

„Þetta hefur verið sama sagan með þessi tvö lið síðustu ár en loksins fáum við svona leik. Þetta hefur ekki verið of mikil spenna síðustu ár. Við þekkjum þær vel og kunnum ágætlega inn á þeirra veikleika og styrkleika. Við þurfum að mæta vel tilbúnar."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Andrúmsloftið hefur bara verið mjög gott. Það hefur verið góður andi í allt sumar. Við höfum verið að fara inn í leikina í úrslitakeppnina sem einn úrslitaleik fyrir sig. Það hefur gengið vel. Ég finn mjög góða orku í hópnum."

Komið sterkar inn
Blikar töpuðu síðasta leik sínum á Hlíðarenda, 0-1. Margt hefur breyst frá þeim leik en Agla María Albertsdóttir hefur komið til baka úr meiðslum og þá gengu Samantha Smith og Kristín Dís Árnadóttir í raðir Blika. Þær hafa allar verið stórkostlegar síðustu vikur.

„Agla María er ótrúlega góður leikmaður og íþróttamaður. Hún hugsaði fáránlega vel í þessum meiðslum og það var mjög gott að fá hana inn aftur. Hún er leiðtogi í hópnum. Sammy hefur passað rosalega vel inn í hópinn. Það ekki sjálfgefið að fá útlending inn í liðið... þetta getur verið besti leikmaður í Evrópu en passar ekki inn í liðið og á erfitt með að tengja við leikmenn en það hefur ekki verið staðan með hana. Mér finnst frábært hvað hún hefur smellpassað inn í hópinn, eins og flís við rass," sagði Ásta.

Það verði fleiri Blikar
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum. Væri ekki bara skandall ef það verður áhorfendamet?

„Það væri bara mjög mikill skandall. Ég trúi ekki öðru en að það verði full stúka hérna, og það verði fleiri Blikar. Maður veit ekkert hvenær svona leikur kemur aftur. Ég trúi ekki öðru en að það verði biluð stemning og svo fagnað í lokin."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner