Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 04. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt. Það er langt síðan ég hef verið svona ótrúlega spennt að spila fótboltaleik. Ég get bara ekki beðið," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Breiðablik er einu stigi á undan Val fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað. Blikaliðið hefur verið að spila hreint út sagt stórkostlega síðustu vikur.

„Þetta hefur verið sama sagan með þessi tvö lið síðustu ár en loksins fáum við svona leik. Þetta hefur ekki verið of mikil spenna síðustu ár. Við þekkjum þær vel og kunnum ágætlega inn á þeirra veikleika og styrkleika. Við þurfum að mæta vel tilbúnar."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Andrúmsloftið hefur bara verið mjög gott. Það hefur verið góður andi í allt sumar. Við höfum verið að fara inn í leikina í úrslitakeppnina sem einn úrslitaleik fyrir sig. Það hefur gengið vel. Ég finn mjög góða orku í hópnum."

Komið sterkar inn
Blikar töpuðu síðasta leik sínum á Hlíðarenda, 0-1. Margt hefur breyst frá þeim leik en Agla María Albertsdóttir hefur komið til baka úr meiðslum og þá gengu Samantha Smith og Kristín Dís Árnadóttir í raðir Blika. Þær hafa allar verið stórkostlegar síðustu vikur.

„Agla María er ótrúlega góður leikmaður og íþróttamaður. Hún hugsaði fáránlega vel í þessum meiðslum og það var mjög gott að fá hana inn aftur. Hún er leiðtogi í hópnum. Sammy hefur passað rosalega vel inn í hópinn. Það ekki sjálfgefið að fá útlending inn í liðið... þetta getur verið besti leikmaður í Evrópu en passar ekki inn í liðið og á erfitt með að tengja við leikmenn en það hefur ekki verið staðan með hana. Mér finnst frábært hvað hún hefur smellpassað inn í hópinn, eins og flís við rass," sagði Ásta.

Það verði fleiri Blikar
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum. Væri ekki bara skandall ef það verður áhorfendamet?

„Það væri bara mjög mikill skandall. Ég trúi ekki öðru en að það verði full stúka hérna, og það verði fleiri Blikar. Maður veit ekkert hvenær svona leikur kemur aftur. Ég trúi ekki öðru en að það verði biluð stemning og svo fagnað í lokin."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner