Hollenska goðsögnin Ruud Gullit segir að landi sinn Joshua Zirkzee hafi gert mistök með því að ganga í raðir Manchester United. Hann hefði átt að fara í sitt fyrrum félag, AC Milan.
Zirkzee er aðeins með eitt mark í níu leikjum hjá nýju félagi síðan hann kom frá Bologna í sumar.
Zirkzee er aðeins með eitt mark í níu leikjum hjá nýju félagi síðan hann kom frá Bologna í sumar.
„Zirkzee þekkir ítölsku deildina og það hefði verið gott fyrir þróun hans að vera þar áfram. Nú er hann hjá félagi sem er uppfullt af vandamálum og það gerir honum ekki auðvelt að vaxa," segir Gullit en Milan var í viðræðum við Zirkzee.
„Ég vona að Zirkzee finni sig hjá Man United. Hann er góður leikmaður en það er efitt að standa sig hjá þessu liði eins og staðan er."
Athugasemdir