PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 04. október 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Segja að Inter Miami verði með á HM félagsliða
Mynd: Getty Images
Bandaríska félagið Inter Miami mun taka síðasta lausa sætið í HM félagsliða sem fer fram næsta sumar en þetta kemur fram í grein GiveMeSport.

Inter Miami varð deildarmeistari í Bandaríkjunum á dögunum og hlaut Stuðningsmannaskjöldinn fyrir.

Næst á dagskrá er úrslitakeppni MLS-deildarinnar en sigurvegarinn hlýtur MLS-bikarinn, sem eru aðalverðlaun deildarinnar.

Sigurvegari MLS-bikarsins myndi undir eðlilegum kringumstæðum taka farseðilinn á HM félagsliða, en þar sem úrslitaleikurinn fer fram 7. desember er ólíklegt að svo verði.

Einnig er talið sanngjarnara að það lið sem er með flest stig og endar sem deildarmeistari taki sætið og segir GiveMeSport að búið sé að taka ákvörðun um að Inter Miami fái sætið, hvort sem liðið vinnur MLS-bikarinn eða ekki.

Inter Miami mun staðfesta þessa niðurstöðu á næstunni, en HM félagsliða verður haldið í Bandaríkjunum næsta sumar.

Hard Rock-leikvangurinn í Miami er einn af tólf leikvöngum sem verða notaðir í keppninni. Úrslitaleikurinn fer fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey og verður spilaður 13. júlí.

Eitt annað sæti á eftir að ráðast en sigurvegari Copa Libertadores hlýtur það. Atletico Mineiro, Botafogo, Penarol eða River Plate taka það sæti. Undanúrslitin fara fram síðar í þessum mánuði og úrslitaleikurinn er síðan spilaður 30. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner