Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres er ekki sagður áhugasamur um að fylgja Rúben Amorim til Manchester United.
Þetta kemur fram hjá Record í Portúgal.
Þetta kemur fram hjá Record í Portúgal.
Gyökeres, sem er 26 ára, hefur skorað 59 mörk í 65 leikjum fyrir Sporting en á þessu tímabili er hann búinn að skora 16 mörk í 15 leikjum.
Hann er líklega eftirsóttasti framherji Evrópu en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal, Chelsea Liverpool og Manchester City.
Samkvæmt Record telur Gyökeres það eina jákvæða við Man Utd það að Amorim, sem hefur þjálfað hann hjá Sporting, sé að taka við liðinu. Annars sé ekki mikið að heilla hann.
Gyökeres sagði í viðtali um liðna helgi að hann væri að njóta lífsins hjá Sporting.
Athugasemdir