Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 04. desember 2021 16:42
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Watford og Man City: Fimm breytingar hjá Pep
Grealish kemur inn.
Grealish kemur inn.
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Watford og Manchester City.

Watford situr í 17. sæti deildarinnar en liðið tapaði naumlega gegn Chelsea í miðri viku. Manchester City er í þriðja sæti deildarinnar en getur með sigri farið upp í efsta sæti deildarinnar. City vann 2-1 útisigur á Aston Villa í miðri viku.

Claudio Ranieri, stjóri Watford, gerir eina breytingu frá tapleiknum gegn Chelsea. Danny Rose kemur inn fyrir hinn meidda Adam Masina.

Pep Guardiola, stjóri City, gerir fimm breytingar frá sigurleiknum gegn Aston Villa. Gabriel Jesus, Oleksandr Zinchenko, Fernandinho, Nathan Aké og Riyhad Mahrez fara á bekkinn en inn koma Jack Grealish, Aymeric Laporte, Phil Foden, Kyle Walker og Ilkay Gundogan.

Watford: Bachmann, Rose, Troost-Ekong, Louza, King, Cleverly, Joao Pedro, Cathcart, Sissoko, Femenia, Dennis.
(Varamenn: Elliot, Ngakia, Gosling, Fletcher, Tufan, Kabasele, Hernandez, Kucka, Morris.)

Man City: Walker, Dias, Laporte, Cancelo, Rodrigo, Gundogan (C), Bernardo, Sterling, Foden, Grealish
(Varamenn: Steffen, Carson, Stones, Ake, Jesus, Zinchenko, De Bruyne, Fernandinho, Mahrez).
Athugasemdir
banner
banner