Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 11:20
Aksentije Milisic
Ronaldo tæpur fyrir leikinn gegn Crystal Palace
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er tæpur fyrir leikinn gegn Crystal Palace á morgun en hann meiddist á hné í leiknum gegn Arsenal í miðri viku.

Leikurinn verður sá fyrstu undir stjórn Ralf Rangnick en Ronaldo var allt í öllu og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri gegn Arsenal í miðri viku.

The Sun segir frá því að Ronaldo hafi meiðst í hné við að fagna síðara marki sínu gegn Arsenal. Hann var tekinn útaf undir lok leiks og sást þá haltrandi.

Rangnick var á vellinum á fimmtudeginum og hrósaði hann Ronaldo í hástert á blaðamannafundi í gær. Ljóst er að þetta yrði mikil blóðtaka fyrir þjóðverjann í sínum fyrsta leik.

Ronaldo skoraði sitt 800 mark á ferlinum í sigrinum gegn Arsenal sem var síðasti leikur Michael Carrick hjá félaginu. Í kjölfarið kom mark númer 801 stuttu síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner