Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Jovic nýtti tækifærið - Óvænt tap Atlético gegn nýliðunum
Takefusa Kubo fagnar sigurmarki sínu gegn Atlético
Takefusa Kubo fagnar sigurmarki sínu gegn Atlético
Mynd: EPA
Luka Jovic skoraði og lagði upp
Luka Jovic skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Japanski landsliðsmaðurinn Takefusa Kubo rétti félögum sínum í Real Madrid hjálparhönd í baráttunni um titilinn með því að skora sigurmarkið fyrir Mallorca í 2-1 sigri á Atlético Madríd í spænsku deildinni í kvöld.

Matheus Cunha skoraði fyrir Atlético á 68. mínútu og ekkert útlit fyrir það að Mallorca myndi hafa eitthvað upp úr þessum leik. Franco Russo jafnaði hins vegar metin á 80. mínútu og í uppbótartíma skoraði Kubo sigurmarkið.

Kubo er á láni hjá Mallorca frá Real Madrid og var þetta því tvöföld ánægja fyrir hann. Real Madrid vann á meðan Real Sociedad 2-0 með mörkum frá Vinicius Junior og Luka Jovic.

Karim Benzema fór meiddur af velli á 17. mínútu og kom Jovic inná í hans stað. Jovic nýtti heldur betur tækifærið. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Vinicius áður en hann gerði seinna markið.

Real Madrid er á toppnum með 39 stig, tíu stigum meira en Atlético sem er í fjórða sætinu.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 1 - 2 Mallorca
1-0 Matheus Cunha ('68 )
1-1 Franco Russo ('80 )
1-2 Takefusa Kubo ('90 )

Real Sociedad 0 - 2 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('47 )
0-2 Luka Jovic ('57 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner