Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. desember 2022 11:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest búið að næla í 24. leikmanninn á þessari leiktíð
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest hefur nælt í 24. leikmanninn síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil.


Hinn 28 ára gamli Brasilíumaður Gustavo Scarpa kemur frá Palmeiras í heimalandinu en hann gengur til liðs við félagið formlega þann 1. janúar.

Hann kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Palmeiras er að renna út.

Palmeiras vann efstu deildina í Brasilíu í 11. sinn á ný afstöðnu tímabili en Scarpa sem leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann lék 211 leiki fyrir félagið á fjórum árum og skoraði 37 mörk.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað, þetta er draumur. Ný áskorun og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef alltaf haft metnað fyrir því að spila í Evrópu síðan ég var krakki og draumurinn var að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Scarpa við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner