Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Hörmulegur árangur undir stjórn Ten Hag á útivelli
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja að Manchester United hafi ekki verið að gera neinar rósir á útivelli gegn sterkari liðum ensku úrvalsdeildarinnar frá því að Erik ten Hag tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð.

Man Utd mætti Newcastle um liðna helgi og tapaði þar mjög sannfærandi þrátt fyrir að lokatölur hafi bara verið 1-0.

Frammistaða United var alls ekki upp á marga fiska en þetta hefur einhvern veginn verið sagan frá því að Ten Hag tók við liðinu.

Sky Sports birti mjög svo áhugaverða tölfræði eftir leikinn gegn Newcastle þar sem má sjá að undir stjórn Ten Hag hefur United aðeins tekist að taka eitt stig af 33 mögulegum gegn liðum sem enduðu í topp níu á síðustu leiktíð.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitin hafa litið.


Athugasemdir
banner
banner