þri 05. janúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand vill að Man Utd leggi áherslu á að kaupa Grealish
Jack Grealish og Ole Gunnar Solskjær.
Jack Grealish og Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hefur kallað eftir því að Manchester United geri Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, að forgangskaupum, sama þó Paul Pogba verði áfram hjá félaginu.

Ferdinand er fyrrum varnarmaður Manchester United og hefur gefið það út hvaða sex leikmenn hann vilji sjá sem fremstu sex hjá sínu fyrrum félagi.

Þar er ekkert pláss fyrir franska sóknarleikmanninn Anthony Martial.

Það myndi kosta sitt fyrir United að kaupa hinn 25 ára Grealish en hann er algjör lykilmaður í spilamennsku Villa. Það gæti þurft hátt í 100 milljónir punda til að fá hann.

„Getið þið ímyndað ykkur liðið, ef þú ert með Scott McTominay, Paul Pogba og Bruno Fernandes á miðsvæðinu, Grealish til vinstri, Marcus Rashford á toppnum og Mason Greenwood til hægri? Ég fæ vatn í munninn," segir Ferdinand.

Grealish er með sex mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu hingað til og spilað glimrandi vel.
Athugasemdir
banner
banner