mið 05. janúar 2022 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Havertz puttabrotnaði - Spilaði í gegnum sársaukann
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Kai Havertz kom Chelsea á bragðið með marki eftir fimm mínútna leik í 2-0 sigri liðsins gegn Tottenham í kvöld. Ben Davies varð fyrir því óláni að skora síðan sjálfsmark.

Havertz brotnaði þegar hann lenti á Hugo Lloris markverði Tottenham þegar hann skoraði. Þrátt fyrir það hélt hann leik áfram en var skipt útaf í hálfleik fyrir landa sinn Timo Werner.

Thomas Tuchel stjóri Chelsea sagði frá þessu í viðtali eftir leikinn.

„Havertz puttabrotnaði, hann spilaði í gegnum sársaukann í fyrri hálfleik en það var síðan of mikið. Vonandi er þetta ekki of slæmt."

Liðin mætast í seinni viðureigninni á Tottenham Hotspur Stadium þann 12 janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner