Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. janúar 2022 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski konungsbikarinn: Tæpt hjá Real og Barca
Isco og Asensio skoruðu í kvöld
Isco og Asensio skoruðu í kvöld
Mynd: Getty Images
Real Madrid og Barcelona eru komin áfram í spænska konungsbikarnum en liðin lögðu bæði þriðju deildar lið.

Fyrr í kvöld heimsótti Barcelona lið Linares. Dani Alves var í byrjunarliði Barcelona í fyrsta sinn eftir komu sína í nóvember.

Heimamenn komust yfir eftir tuttugu mínútna leik en Hugo Diaz skallaði þá boltann glæsilega í netið. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik sem varamaðurinn Ousmane Dembele jafnaði metin fyrir Barcelona.

Hinn 22 ára gamli Ferran Jutgla tryggði siðan Barcelona áfram í næstu umferð með sigurmarkinu stuttu síðar.

Real Madrid heimsótti Alcoyano sem leikur í sömu deild og Linares en Madrid komst yfir með marki frá Eder Militao rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Alcoyano jafnaði metin en Marco Asensio kom Real aftur yfir þegar skammt var eftir af leiknum.

Markvörður Alcoyano varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark stuttu síðar og þar með var sigur Real í höfn.

32-liða úrslitin klárast á morgun. Öll úrslit úr leikjum kvöldsins má sjá hér að neðan.

Eibar 1 - 2 Mallorca
1-0 ('45 )
1-1 ('69 )
1-2 ('82 )

Leganes 2 - 3 Real Sociedad
0-1 ('9 )
0-2 ('43 )
1-2 ('60 )
2-2 ('70 )
2-3 ('74 )

FC Cartagena 1 - 2 Valencia
0-1 ('35 )
1-1 ('75 )
1-2 ('90 )

Linares Deportivo 1 - 2 Barcelona

Atletico Baleares 2 - 1 Celta

Mirandes 0 - 1 Rayo Vallecano

Valladolid 0 - 3 Betis

Alcoyano 1 - 3 Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner