Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   fim 05. janúar 2023 23:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Grátlegt að missa af síðustu landsleikjum - „Aldrei heyrt um svona meiðsli"
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki á EM.
Fagnar marki á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ætlar að vera með í næsta landsliðsverkefni.
Ætlar að vera með í næsta landsliðsverkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staðan er bara nokkuð góð. Það er gott að komast loksins aðeins í gang og vonandi verður þetta ár miklu betra," segir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Karólína Lea, sem er 21 árs gömul, sneri aftur á fótboltavöllinn fyrir rúmum tveimur vikum síðan eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna erfiðra meiðsla í um hálft ár. Hún hefur verið meidd aftan í læri en það hefur verið erfitt að ráða í þessu meiðsli og hefur óvissan verið nokkur.

„Ég hef aldrei heyrt um svona meiðsli því þetta er ekki beinbrot, tognun eða neitt svoleiðis. Það var mjög erfitt að finna hvað er hægt að gera og hvað þetta er. Þetta er núna krónísk meiðsli og erfitt að losna við þetta, en þetta er að mjakast í góða átt eins og staðan er núna. Vonandi heldur batinn bara áfram."

Hún hefur verið með heimaprógramm á meðan hún hefur verið í jólafríi og hefur það gengið vel, eins og endurhæfingin út í Þýskalandi.

„Þarna úti er besta endurhæfing örugglega í Evrópu. Maður var í góðum höndum. Þetta var alltaf að fara að vera erfitt andlega en ég var í mjög góðum höndum og það hefur allt gengið vel. Það er alltaf erfitt að ganga í gegnum meiðsli."

Spilaði meidd á EM
Karólína var einn besti leikmaður Íslands á EM þrátt fyrir að hún hafi spilað meidd á mótinu, hún spilaði í gegnum verkina. Það kom aldrei til greina af missa af þessu móti og þessari upplifun.

„Það var erfitt en samt eiginlega ekki," segir Karólína aðspurð að því hvort það hafi verið erfitt að spila meidd á EM. „Þegar maður er með landsliðinu þá vill maður ekki missa af því. Maður einhvern veginn fór í gegnum þetta á hjartanu, eiginlega gleymdi þessu þegar ég var komin inn á völlinn."

„Þetta var sturluð upplifun. Það var svekkjandi að komast ekki áfram því við hefðum alveg getað gert það. Þetta var mögnuð upplifun og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þessi hópur er magnaður, það er svo mikil samheldni."

„Það er svo gaman að komast á svona stórt svið og sjá hvað kvennaboltinn er alltaf að verða stærri og stærri. Það var geggjað að sjá stuðningsmennina. Við vorum með langbestu stuðningsmennina á mótinu."

Bayern hefði ekki verið sátt við það
Síðustu tveir gluggar hjá landsliðinu voru mjög svo svekkjandi þar sem liðið tapaði gegn Hollandi og svo Portúgal. Liðið missti af sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

„Það var grátlegt af missa af þessum tveimur gluggjum. Kannski hefði ég átt að spila jafnmeidd og á EM en svo veit maður ekkert hvað hefði gerst. Það var erfiðara að horfa á þetta í sjónvarpinu. Það var eiginlega ógeðslegt að sjá stelpurnar eftir þessa leiki, hvað þær voru sárar. Þetta var mjög erfitt og maður var með tárin í augunum," segir Karólína.

„Ég hefði örugglega getað ákveðið að spila en Bayern hefði ekki verið mjög sátt við það. En þetta eru svo leiðinleg meiðsli að það var alltaf góð ákvörðun að fara í endurhæfingu strax."

Fékk græna ljósið á dögunum
Hún sneri aftur til leiks á dögunum, fékk græna ljósið fyrir það að spila leik gegn Benfica í Meistaradeildinni.

„Það var æði. Ég fékk sirka tvær vikur til að koma til baka og ná þessum leik. Það var markmiðið að ná þessum eina leik fyrir vetrarfrí. Svo voru -15 gráður í München og það var alltaf verið að fresta æfingum. Ég hugsaði að ég myndi ekki ná þessu svo það extra sætt að ná þessu," segir þessi öflugi leikmaður en hún talar um það að hún þurfi svolítið að finna taktinn aftur eftir að hafa verið svona lengi frá.

Næsta landsliðsverkefni er í febrúar þegar liðið tekur þátt á æfingamóti og aðspurð að því hvort hún ætli að vera með þar sagði Karólína einfaldlega: „Já."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni að ofan þar sem Karólína ræðir meira um meiðslin, landsliðið, Bayern München og kuldann í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner