Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 05. janúar 2024 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig er besta lið sögunnar hjá FH?
Heimir kemur til greina sem bæði leikmaður og þjálfari.
Heimir kemur til greina sem bæði leikmaður og þjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til að fagna því að 20 ár eru liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í meistaraflokki karla, þá gefst aðdáendum félagsins nú kostur á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu FH.

Nú er komið að því að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og fótboltaáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!

Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1. mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn.

Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla.

Gagnasafnarinn Leifur Grímsson sá um að tilnefna leikmenn í hverja stöðu.

Hægt er að kjósa með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner