Marcus Rashford gekk á dögunum í raðir Aston Villa en hann gæti tapað auglýsingatekjum vegna þess.
Rashford var lánaður frá Manchester United til Aston Villa rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.
Rashford var lánaður frá Manchester United til Aston Villa rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.
Rashford er með auglýsingasamning við íþróttavöruframleiðandann Nike en Daily Mail segir frá því í dag að Rashford gæti tapað 100 prósent af tekjum sínum hjá fyrirtækinu.
Það er vegna þess að Nike lítur á Aston Villa sem mun minna félag en Manchester United, og því minni sýnileiki.
Nike mun líka hugsanlega biðja Rashford um að borga hluta af undirskriftarbónus sínum til baka út af félagaskiptunum.
Rashford átti afar erfiðan tíma hjá Man Utd en fær núna ferskt upphaf.
Athugasemdir