Thierry Henry telur að Pep Guardiola, stjóra Manchester City, líði ekki andlega vel vegna skilnaðar og erfiðs gengis liðsins á tímabilinu.
City tapaði 5-1 fyrir Arsenal síðasta sunnudag og er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum frá toppliði Liverpool.
Í janúar var greint frá því að Guardiola væri að skilja við eiginkonu sína en hann og Cristina Serra voru saman í 30 ár. Sagt er að síðasta hálmstráið í þeirra sambandi hafi verið ákvörðun Guardiola að gera nýjan samning við City til 2027.
City tapaði 5-1 fyrir Arsenal síðasta sunnudag og er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimmtán stigum frá toppliði Liverpool.
Í janúar var greint frá því að Guardiola væri að skilja við eiginkonu sína en hann og Cristina Serra voru saman í 30 ár. Sagt er að síðasta hálmstráið í þeirra sambandi hafi verið ákvörðun Guardiola að gera nýjan samning við City til 2027.
Mikla athygli vakti þegar Guardiola mætti í viðtöl í nóvember og var með klórför á enninu og sár á nefinu. Hann sagðist hafa skorið sig með beittri nögl.
Henry gekk í gegnum skilnað fljótlega eftir að hann gekk í raðir Barcelona á leikmannaferli sínum og segist hafa samúð með Guardiola.
„Það er ekki auðvelt að glíma við það sem Pep hefur verið að glíma við utan fótboltans. Ég gekk í gegnum þetta þegar ég fór til Barcelona. Það er erfitt að glíma við þetta þegar manni líður ekki vel andlega," segir Henry.
„Það er augljóst að hann er ekki líkur sjálfum sér. Þetta er ekki auðvelt. Enginn vill þurfa að glíma við svona hluti þegar þú þarft alltaf að sýna góða frammistöðu. Við getum sýnt honum skilning."
Athugasemdir