Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. mars 2023 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Johnson bjargaði stigi fyrir Forest í fallbaráttuslag
Brennan Johnson átti frábæran leik.
Brennan Johnson átti frábæran leik.
Mynd: Getty Images
Abdoulaye Doucoure, miðjumaður Everton.
Abdoulaye Doucoure, miðjumaður Everton.
Mynd: Getty Images
Nott. Forest 2 - 2 Everton
0-1 Demarai Gray ('10 , víti)
1-1 Brennan Johnson ('19 )
1-2 Abdoulaye Doucoure ('29 )
2-2 Brennan Johnson ('77 )

Brennen Johnson átti sannkallaðan stórleik þegar Nottingham Forest gerði 2-2 jafntefli við Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu en það var mikið undir í dag. Fyrir leikinn var Forest í 14. sæti með 25 stig, fjórum stigum meira en Everton sem var í 18. sæti.

Everton byrjaði leikinn af krafti og tók forystuna úr vítaspyrnu á tíundu mínútu. Það var Demarai Gray sem fór á punktinn eftir að Jonjo Shelvey braut af sér innan teigs. Gray skoraði af gríðarlegu öryggi fram hjá Keylor Navas.

Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna. Johnson gerði það níu mínútum síðar er hann tók frákast eftir að Jordon Pickford hafði varið ágætlega.

Abdoulaye Doucoure kom Everton svo aftur yfir og var staðan 1-2 í hálfleik. Everton hafði ágætis stjórn á leiknum framan af seinni hálfleik en eftir þrefalda skiptingu hjá Forest þá komust þeir meira inn í leikinn. Það skilaði sér svo í glæsilegu marki frá Johnson eftir mistök Doucoure.

Þetta var virkilega skemmtilegur leikur en hann endaði með 2-2 jafntefli. Forest er áfram í 14. sæti og Everton er áfram í 18. sæti, en bæði lið bæta einu stigi við sinn stigafjölda. Það gæti haft mikil áhrif þegar talið er upp úr pokanum í lok tímabils.

Næst á dagskrá er stórleikur Liverpool og Manchester United klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner