Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 05. mars 2023 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri leikmenn Man Utd í sameiginlegu byrjunarliði
Rashford fékk flest atkvæði í liðið.
Rashford fékk flest atkvæði í liðið.
Mynd: Getty Images
Í dag er einn stærsti leikur tímabilsins á Englandi þegar Manchester United fer í heimsókn til erkifjenda sinna í Liverpool.

Fyrir leikinn er Man Utd í þriðja sæti deildarinnar á meðan Liverpool situr í sjötta sæti deildarinnar.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fékk lesendur sína til að velja sameiginlegt byrjunarlið þessara tveggja liða fyrir leikinn. Man Utd á fleiri fulltrúa í liðinu en það hefur ekki oft verið að hægt að segja það þegar þetta hefur verið gert síðustu ár.

Það eru sex leikmenn Man Utd í liðinu og frá Liverpool eru fimm fulltrúar.

Marcus Rashford komst ekki í liðið þegar kosið var um þetta fyrir 18 mánuðum síðan en í dag er hann sá leikmaður sem hlaut flest atkvæði í liðið.

Það er óhætt að segja að Raphael Varane, varnarmaður Man Utd, sé óheppinn að missa af sæti í þessu liði.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðið lítur út.
Athugasemdir
banner
banner
banner