Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. mars 2023 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Gagnrýnir leikmenn Man Utd - „Sirkusinn er mættur aftur"
David De Gea hleypti sjö mörkum í netið
David De Gea hleypti sjö mörkum í netið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á Sky Sports, var allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í 7-0 tapinu gegn Liverpool á Anfield.

United-liðið var sundurspilað í síðari hálfleiknum á Anfield og hleypti á sig sex mörkum og það bara í þeim síðari.

Þetta er eitt af verstu töpum í sögu félagsins en Keane sparaði alls ekki gagnrýnina eftir leikinn.

„Þegar liðið var þremur eða fjórum undir þá tekur þú meðalið og sættir þig við tapið. Þeir voru svo opnir og stjórinn reyndi að gera einhverjar breytingar en þeir köstuðu inn handklæðinu.“

„Eftir að hafa unnið deildabikarinn og svo í leiknum gegn West Ham, þar voru allir fagnandi og mikið að einhverju bulli og kynningum. Fjórar eða fimm þannig. Sirkusinn var mættur aftur hjá Manchester United. Ég var alltaf meðvitaður um það sem leikmaður að vera með augun á fólki og ekki láta fólkið hlaupa með þig í gönur því þú veist hvað þessi leikur getur gert þér.“

„Ég sá nokkra leikmenn hlæja og grínast þegar þeir komu út í síðari hálfleikinn. Þeir voru að grínast í starfsfólkinu á Anfield þegar þeir voru 1-0 undir. Ég er ekki hrifinn af því að sjá svona bull því þú ert þarna til að vinna, það gera stóru strákarnir. Gleymdu þessum skrípalátum.“
sagði Keane.

Hann gagnrýndi þá Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins, og David De Gea. Nýverið fékk De Gea viðurkenningu fyrir að hafa haldið 181 sinni hreinu fyrir félagið og bæta þar með met Peter Schmeichel en hann spyr sig hvort hann fái einhverja sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðuna í kvöld.

„Líkamstjáning Fernandes var skammarleg í dag. Hann er hæfileikaríkur strákur. Þetta er fyrirliðinn en hann var með hendur upp í lofti, hljóp ekki til baka og þú ert ekki ánægður með að hafa hann í búningsklefanum eftir þetta.“

„De Gea fékk svaka heiðurskynningu í síðustu viku. Ég velti fyrir mér ef hann fær slíka eftir kvöldið? Fá á sig sjö mörk á þennan hátt, það má alls ekki leyfa honum að sleppa svo auðveldlega. Hvernig hann stýrði öftustu fjórum og hvernig hann var í föstu leikatriðunum. Þetta síðasta mark var svo eitthvað sem skólastrákur myndi gera,“
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner