Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. mars 2023 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Eyjamenn tóku FH-inga í kennslustund
Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvö vítaspyrnumörk
Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvö vítaspyrnumörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 5 ÍBV
0-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('13 , Mark úr víti)
0-2 Hermann Þór Ragnarsson ('16 )
0-3 Sverrir Páll Hjaltested ('21 )
1-3 Oliver Heiðarsson ('29 )
1-4 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('44 , Mark úr víti)
1-5 Jóhann Ægir Arnarsson ('80 , Sjálfsmark)

ÍBV gjörsigraði FH, 5-1, í A-deild Lengjubikarsins í dag en liðin áttust við í Skessunni.

Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Eyjamönnum yfir úr vítaspyrnu á 13. mínútu áður en Hermann Þór Ragnarsson tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.

Sverrir Páll Hjaltested gerði þriðja markið á 21. mínútu áður en Oliver Heiðarsson minnkaði muninn.

Eiður Aron gerði annað mark sitt úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins og þá kom Jóhann Ægir Arnarsson boltanum í eigið net þegar tíu mínútur voru eftir.

Stórsigur ÍBV í Skessunni og fyrsti sigur liðsins í Lengjubikarnum en liðið mætir Leikni á morgun á Domusnovavellinum. FH er með 6 stig í 2. sæti riðils 2 eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner