Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. mars 2023 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag segist ekki missa neinn svefn út af Ronaldo
Ten Hag ræðir við Ronaldo.
Ten Hag ræðir við Ronaldo.
Mynd: EPA
Manchester United hefur gengið mun betur eftir að félagið losaði sig við Cristiano Ronaldo í nóvember síðastliðnum.

Ronaldo fór í eldfimt viðtal við hinn umdeilda Piers Morgan þar sem hann lét gamminn geysa. Hann gagnrýndi meðal annars Erik ten Hag, stjóra Man Utd, harðlega og sagðist enga virðingu bera fyrir honum. Ronaldo hafði þá verið inn og út úr liðinu hjá Hollendingnum.

Í kjölfarið á viðtalinu þá ákvað Man Utd að rifta samningi við Ronaldo. í dag spilar hann með Al Nassr í Sádí-Arabíu.

Man Utd er líklega heitasta lið Evrópu eftir brotthvarf Ronaldo en Ten Hag var í viðtali fyrir leik United gegn Liverpool þar sem hann var spurður út í Ronaldo meðal annars.

„Ástæðan fyrir riftun samningsins var augljós. Ég vissi líka að útkoman gæti verið neikvæð fyrir okkur, það er alltaf möguleiki í fótbolta. En ég hef engar áhyggjur og ég sef vel," sagði Ten Hag og bætti við:

„Ég stend við mínar ákvarðanir og verð að takast á við afleiðingar þeirra... Ef þú ert ekki með reglur þá skapar þú óreiðu."

Ronaldo hefur verið að gera fína hluti í Sádí-Arabíu þar sem hann er langstærsta stjarnan og lið hans snýst algjörlega um hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner