Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. mars 2023 11:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn sem komu í vetur hugsanlega á förum frá Breiðabliki
Eyþór Aron (hér númer 18) gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð.
Eyþór Aron (hér númer 18) gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alex Freyr Elísson.
Alex Freyr Elísson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Breiðablik er með risastóran hóp. Þetta er nánast eins og að fara á æfingu hjá Chelsea," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þeir hafa bætt mörgum athyglisverðum leikmönnum við sinn hóp eftir síðustu leiktíð.

„Það er mjög mikil samkeppni og sagan segir að hópurinn verði skoðaður eftir æfingaferðina sem þeir eru núna í," sagði Elvar Geir í þættinum og spurði Benedikt Bóas Hinriksson í kjölfarið: „Hann verði þá skorinn niður?"

Elvar Geir nefndi þá tvo leikmenn sem gætu verið á förum frá félaginu áður en tímabilið hefst. Þeir komu báðir til Blika eftir að síðasta tímabil kláraðist.

„Það gæti verið. Það er saga um að Eyþór Aron Wöhler verði lánaður. Hann kom frá ÍA og er í harðri samkeppni. Hann gæti mögulega verið lánaður í HK," sagði Elvar og bætti við:

„Svo er Alex Freyr Elísson, það eru sögur um að hann gæti farið aftur í Fram á láni. Þetta eru leikmenn sem komu til Blika í vetur en hafa ekki náð að sanna sig. Það er þó enn slatti í mót. Þeir hafa enn tíma."

Eyþór er sóknarmaður og Alex Freyr er hægri bakvörður. Þá hefur verið umræða um að Klæmint Olsen, sem kom frá NSÍ Runavík, hafi ekki verið að heilla í vetur.

Breiðablik

Komnir
Alex Freyr Elísson frá Fram
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val)
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík
Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA)
Patrik Johannesen frá Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni)

Farnir
Dagur Dan Þórhallsson til Orlando
Elfar Freyr Helgason í Val
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg
Mikkel Qvist
Pétur Theódór Árnáson á láni til Gróttu
Sölvi Snær Guðbjargarson í frí
Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls)
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni)
Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)
Útvarpsþátturinn - Horft til Bosníu og Heimir Guðjóns gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner