Kvennalandsliðið er í Senec í Slóvakíu þar sem liðið mætir Slóvakíu í vináttuleik á morgun. Aðeins eru um 100 dagar þar til EM í Hollandi hefst.
Undirbúningur liðsins þessa dagana byggist upp á æfingum þar sem leikskipulagið er fínpússað og fundum þar sem farið er yfir markmið liðsins og andstæðingarnir eru kortlagðir.
Undirbúningur liðsins þessa dagana byggist upp á æfingum þar sem leikskipulagið er fínpússað og fundum þar sem farið er yfir markmið liðsins og andstæðingarnir eru kortlagðir.
Sjá einnig:
Sara Björk: Kann mjög vel við nýja kerfið
„Við ætlum að nýta þetta verkefni vel og byrjum á því að setja mikla orku í sóknarleikinn. Það verður mikil áhersla á að vinna með sóknarleikinn í leiknum gegn Slóvakíu. Við erum að fara að mæta góðu skyndisóknarliði og viljum verjast því vel," segir Freysi.
Á föstudag heldur hópurinn til Hollands þar sem hann mun dvelja á sama hóteli og liðið verður á í sumar. Þá fá stelpurnar tækifæri til að kynnast svæðinu sem verður heimili þeirra á meðan á EM stendur. Þriðjudaginn 11. apríl mætir Ísland svo gestgjöfunum á EM í sumar, Hollendingum, í vináttuleik.
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Frey í heild sinni en það var Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sem tók það.
Athugasemdir

























