Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 05. apríl 2021 18:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jonny frá út tímabilið
Wolves varð fyrir áfalli í dag þegar greint var frá því að Jonny Otto væri frá út tímabilið vegna meiðsla.

Wolves gengur vægast sagt illa í úrvalsdeildinni, liðið er á sínu versta tímabili frá því liðið kom upp síðast, í 14. sæti með 35 stig.

Jonny byrjaði tímabilið fjarri vellinum vegna meiðsla og sneri til baka í febrúar. Nú rétt í þessu var greint frá því að hann væri aftur meiddur og myndi ekki leika aftur með Úlfunum það sem eftir er tímabili.

Talað er um krossbandameiðsl á vinstra hné og eru krossbandameiðsl yfirleitt alvarleg.

Wolves mætir West Ham í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner