Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Glötuð tímasetning" en mjög svo góð redding í kjölfarið
Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan Ivkovic, nýr þjálfari Fjölnis, með Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid.
Dusan Ivkovic, nýr þjálfari Fjölnis, með Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid.
Mynd: Úr einkasafni
Helena Ólafsdóttir hætti í síðustu viku sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis í Lengjudeild kvenna, aðeins rétt tæpum þremur vikum fyrir fyrsta leik í deildinni.

„Ástæða þess að ég sé mér ekki fært að vinna með Fjölni eru breyttar forsendur í annari vinnu. Árekstrarnir verða of miklir," sagði Helena við Fótbolta.net.

Helena taldi sig ekki geta sinnt starfinu hjá Fjölni að fullum krafti samhliða því að stjórna Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-mörkin verða í sumar með breyttu sniði, en einn þáttur verður í beinni útsendingu í hverri viku.

Rætt var um þetta mál í síðasta þætti af Heimavellinum. „Þetta er fáránleg tímasetning. Þetta er vont fyrir Fjölni og kvennaboltann," sagði Aníta Lísa Svansdóttir, sem er þjálfarateymi KR, í þættinum.

Mist kemur inn á það að núna er aðeins ein kona aðalþjálfari í deildarkeppni á Íslandi, en það er Bojana Besic, sem þjálfar Hamrana fyrir norðan.

Helena einbeitir sér að Pepsi Max-mörkunum og það er jákvætt að umfjöllunin þar verði bætt.

„Þetta er glötuð tímasetning, en það er breytt snið á Pepsi Max-mörkunum í sumar. Þau verða tekin upp í beinni að kvöldi til og ég kaupi alveg þau rök frá Helenu að þú getir ekki boðið liðinu þínu upp á það. Pepsi Max-mörkin voru í forgangi," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Það er líka jákvætt ef Pepsi Max-mörkin verða stærri og betri. Fastur tími skiptir miklu máli þannig að fólk horfi á þáttinn," sagði Hulda Mýrdal.

„Það var illa auglýst í fyrra og margir að velta því fyrir sér hvenær þátturinn væri. Það er flott núna að hafa þátt einu sinni í viku. Ef það er ekki umferð í deildinni, þá er hægt að tala um sænsku deildina, 1. deildina, bikarinn - bara eitthvað. Það verður alltaf umfjöllum kvennafótbolta."

Fjölnir gerir virkilega vel
Fjölnir brást fljótt við eftir að Helena hætti og réði til starfa Dusan Ivkovic sem nýjan þjálfara kvennaliðsins. Dusan lék hér á Íslandi lengi vel, en síðan skórnir fóru upp á hillu hefur hann unnið að því að mennta sig sem þjálfari. Hann var síðast að þjálfa í Kína, en hann hefur einnig þjálfað hér á landi meðal annars yngri flokka hjá Fjölni.

„Það er ekki gengið að því vísu að fá toppþjálfara svona stuttu fyrir mót," segir Mist. „Ég hef þjálfað með honum hjá bæði Þrótti og Fjölni, og var með honum á UEFA A-þjálfaranámskeiði. Hann er mjög metnaðarfullur og kann leikinn inn og út."

„Mér líst mjög vel á þessa ráðningu hjá Fjölni. Þetta er kannski ekki alveg eins mikið 'hell' og þetta leit út fyrir að vera."

Fjölnir mætir Gróttu í 1. umferð í 1. deild kvenna föstudaginn 19. júní með Dusan á hliðarlínunni.

Umræðuna má í heild sinni hlusta á hér að neðan.
Heimavöllurinn - Lengjuspáin 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner