Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 05. júní 2021 16:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Ásta Eir: Vorum miklu betri heilt yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Keflavík unnu frábæran 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Blika í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Ásta Eir, fyrirliði Blika, var ósátt með úrslitin en sagði að heimakonur hefðu heilt yfir verið betri í leiknum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Keflavík

„Við vorum ekkert slakar í þessum leik en hefðum kannski átt að byrja af betri krafti og skerpa aðeins á hlutunum en heilt yfir vorum við miklu betri. Þetta var samt ekkert okkar besti dagur. Ég er bara svekkt með þetta."

„Hlutirnir voru ekki að falla með okkur, við áttum alveg fínar sóknir. Ætli það hafi ekki bara vantað upp á kraft og baráttu heilt yfir."

Aerial Chavarin var frábær fyrir Keflavík í dag og réðu varnarmenn Blika lítið við hana.

„Hún er öflug og við vissum alveg að sóknaruppleggið þeirra væri að dúndra fram á hana sem gekk svosem. Hún er góður leikmaður, en við hefðum bara átt að gera betur.

Gengi Blika hefur verið kaflaskipt í sumar, þær hafa bæði átt frábæra stórsigra og slæma leiki. Eru Íslandsmeistararnir að vanmeta minni liðin?

„Nei alls ekki, við vanmetum aldrei liðin í þessari deild. Við höfum verið svolítið upp og niður og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við erum með gott lið og góðan hóp og þurfum að finna taktinn. Heilt yfir í sumar erum við búnar að spila fínt en eigum helling inni."

Athugasemdir