Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 05. júní 2021 16:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Ásta Eir: Vorum miklu betri heilt yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Keflavík unnu frábæran 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Blika í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Ásta Eir, fyrirliði Blika, var ósátt með úrslitin en sagði að heimakonur hefðu heilt yfir verið betri í leiknum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Keflavík

„Við vorum ekkert slakar í þessum leik en hefðum kannski átt að byrja af betri krafti og skerpa aðeins á hlutunum en heilt yfir vorum við miklu betri. Þetta var samt ekkert okkar besti dagur. Ég er bara svekkt með þetta."

„Hlutirnir voru ekki að falla með okkur, við áttum alveg fínar sóknir. Ætli það hafi ekki bara vantað upp á kraft og baráttu heilt yfir."

Aerial Chavarin var frábær fyrir Keflavík í dag og réðu varnarmenn Blika lítið við hana.

„Hún er öflug og við vissum alveg að sóknaruppleggið þeirra væri að dúndra fram á hana sem gekk svosem. Hún er góður leikmaður, en við hefðum bara átt að gera betur.

Gengi Blika hefur verið kaflaskipt í sumar, þær hafa bæði átt frábæra stórsigra og slæma leiki. Eru Íslandsmeistararnir að vanmeta minni liðin?

„Nei alls ekki, við vanmetum aldrei liðin í þessari deild. Við höfum verið svolítið upp og niður og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við erum með gott lið og góðan hóp og þurfum að finna taktinn. Heilt yfir í sumar erum við búnar að spila fínt en eigum helling inni."

Athugasemdir
banner
banner