Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
   lau 05. júní 2021 16:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Ásta Eir: Vorum miklu betri heilt yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Keflavík unnu frábæran 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Blika í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Ásta Eir, fyrirliði Blika, var ósátt með úrslitin en sagði að heimakonur hefðu heilt yfir verið betri í leiknum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Keflavík

„Við vorum ekkert slakar í þessum leik en hefðum kannski átt að byrja af betri krafti og skerpa aðeins á hlutunum en heilt yfir vorum við miklu betri. Þetta var samt ekkert okkar besti dagur. Ég er bara svekkt með þetta."

„Hlutirnir voru ekki að falla með okkur, við áttum alveg fínar sóknir. Ætli það hafi ekki bara vantað upp á kraft og baráttu heilt yfir."

Aerial Chavarin var frábær fyrir Keflavík í dag og réðu varnarmenn Blika lítið við hana.

„Hún er öflug og við vissum alveg að sóknaruppleggið þeirra væri að dúndra fram á hana sem gekk svosem. Hún er góður leikmaður, en við hefðum bara átt að gera betur.

Gengi Blika hefur verið kaflaskipt í sumar, þær hafa bæði átt frábæra stórsigra og slæma leiki. Eru Íslandsmeistararnir að vanmeta minni liðin?

„Nei alls ekki, við vanmetum aldrei liðin í þessari deild. Við höfum verið svolítið upp og niður og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við erum með gott lið og góðan hóp og þurfum að finna taktinn. Heilt yfir í sumar erum við búnar að spila fínt en eigum helling inni."

Athugasemdir
banner
banner