Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 05. júní 2021 16:30
Helga Katrín Jónsdóttir
Ásta Eir: Vorum miklu betri heilt yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Keflavík unnu frábæran 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Blika í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Ásta Eir, fyrirliði Blika, var ósátt með úrslitin en sagði að heimakonur hefðu heilt yfir verið betri í leiknum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Keflavík

„Við vorum ekkert slakar í þessum leik en hefðum kannski átt að byrja af betri krafti og skerpa aðeins á hlutunum en heilt yfir vorum við miklu betri. Þetta var samt ekkert okkar besti dagur. Ég er bara svekkt með þetta."

„Hlutirnir voru ekki að falla með okkur, við áttum alveg fínar sóknir. Ætli það hafi ekki bara vantað upp á kraft og baráttu heilt yfir."

Aerial Chavarin var frábær fyrir Keflavík í dag og réðu varnarmenn Blika lítið við hana.

„Hún er öflug og við vissum alveg að sóknaruppleggið þeirra væri að dúndra fram á hana sem gekk svosem. Hún er góður leikmaður, en við hefðum bara átt að gera betur.

Gengi Blika hefur verið kaflaskipt í sumar, þær hafa bæði átt frábæra stórsigra og slæma leiki. Eru Íslandsmeistararnir að vanmeta minni liðin?

„Nei alls ekki, við vanmetum aldrei liðin í þessari deild. Við höfum verið svolítið upp og niður og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við erum með gott lið og góðan hóp og þurfum að finna taktinn. Heilt yfir í sumar erum við búnar að spila fínt en eigum helling inni."

Athugasemdir
banner