Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 05. júní 2023 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mac Allister verður leikmaður Liverpool á næstu dögum
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: EPA
Það er allt klappað og klárt að Alexis Mac Allister verður leikmaður Liverpool á næstu dögum.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að búið sé að ganga frá öllu pappírstengdu og leikmaðurinn fari í læknisskoðun í dag eða á morgun.

Samningur Mac Allister hjá Liverpool mun gilda til ársins 2028, þetta er fimm ára samningur.

Það hefur verið talað um að riftunarverðið í samningi Mac Allister séu 60 milljónir punda en Romano segir að kaupverðið verði nú lægra en það.

Paul Joyes, fréttamaður Times, segir frá því að erkifjendur Liverpool í Manchester United hafi skoðað það að fá Mac Allister í sínar raðir en horft á aðra leikmenn frekar eftir að í ljós kom að argentínski miðjumaðurinn vildi helst fara til Liverpool.

Mac Allister, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með Brighton frá 2019. Hann á að baki 16 A-landsleiki fyrir Argentínu og var mikilvægur hluti af liðinu sem varð heimsmeistari í desember síðastliðnum.

Það er ekki búist við því að hann verði eini miðjumaðurinn sem Liverpool kaupi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner