Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adam Örn gagnrýnir dómgæsluna í Pepsi Max-deildinni mikið
Adam ræðir við Erik Hamren, landsliðsþjálfara.
Adam ræðir við Erik Hamren, landsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Adam Örn Arnarson, bakvörður Tromsö í Noregi, er ekki hrifinn af því sem hann hefur séð af dómgæslunni hérna á Íslandi.

Dómarar vekja yfirleitt alltaf athygli fyrir störf sín, en það hefur verið sérstaklega mikið um það í þessari umferð Pepsi Max-deildar karla. Meðal annars fóru þrjú bein rauð spjöld á loft í 2-0 sigri KR gegn Víkingi í gær - öll á Víkinga - og voru tvær vítaspyrnur dæmdar í uppbótartíma í jafntefli KA og Breiðabliks núna áðan.

Adam deilir skoðunum sínum á Twitter og miðað við það sem kemur fram þar þá virðist hann ekki hrifinn af dómgæslunni í Pepsi Max-deildinni.

„Get varla horft á Pepsi lengur. Smá standard á dómgæslu takk," skrifaði Adam í síðasta mánuði og í gær skrifaði hann: „Mér fannst Víkingarnir bara haga sér ansi vel miðað við þessa þvælu sem var í gangi."

Svo skrifar hann í dag: „Alltaf jafn gott þegar dómararnir heima dæma á eitthvað og maður sér strax að þeir vita nánast ekki sjálfir hvað þeir voru að dæma á." Hann skrifaði þetta á Twitter eftir að Jóhann Ingi Jónsson dæmdi vítaspyrnu fyrir KA gegn Breiðabliki núna áðan.

Hér að neðan má sjá tíst hans. Það hefur mjög mikið verið um vafaatriði í þessari fjórðu umferð.


Athugasemdir
banner
banner