Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 09:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór kveðst ekki vera að skipta um félag í Rússlandi
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það birtust fréttir í rússneskum fjölmiðlum um helgina að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson væri á förum frá CSKA Moskvu á láni til FK Khim­ki.

Bæði þessi félög eru í rússnesku úrvalsdeildinni; CSKA hafnaði í sjötta sæti og Khimki í áttunda sæti á síðustu leiktíð.

Arnór, sem er 22 ára, gekk í raðir CSKA frá Norrköping í Svíþjóð árið 2018. Hann skoraði bæði gegn Roma og Real Madrid í Meistaradeildinni á sínu fyrsta tímabili með CSKA.

Arnór spilaði á síðasta tímabili 31 keppnisleik fyrir CSKA, skoraði tvö mörk og lagði upp fjögur.

Skagamaðurinn hefur svarað fyrir þessi tíðindi. Hann sagði 433.is að þessar fréttir væru rangar og ekkert til í þeim.

Arnór á 14 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner