Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skorar bara tvennur - „Hentar vel með vinnu að vera í KV"
Lengjudeildin
Í leik með KV gegn Gróttu í ár.
Í leik með KV gegn Gróttu í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í leik með Gróttu í fyrra.
Í leik með Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Björn Axel Guðjónsson var valinn leikmaður níundu umferðar í Lengjudeildinni. Þetta er í annað sinn í sumar sem hann er valinn því hann var einnig valinn leikmaður sjöttu umferðar.

Björn skoraði tvö mörk í óvæntum 2-4 útisigri KV gegn Vestra um helgina. Fótbolti.net ræddi við Björn í gær.

Byrjum á leiknum gegn Vestra, hvernig meturu hann núna tveimur dögum síðar? Hver var lykillinn að þessum sigri?

„Mér fannst við vel undirbúnir, með gott game plan og vorum klínískir á breikinu. En þetta var bara hörku leikur, þó að við höfum komist í 4-0 þá var þetta ekkert búið og við björgum á línu í 4-2, mark þar og þessi leikur hefði farið í háa loft," sagði Björn.

Mörkin sem þú skoraðir, geturu lýst þeim?

„Í fyrra markinu fæ ég boltann upp í horn, keyri inn og næ einhvern veginn að troða honum í nærhornið. Seinna markið var eftir horn þar sem ég er mættur á fjærstöngina og pota honum yfir línuna eftir skot frá Njö."

Mörkin voru hans þriðja og fjórða í sumar. Hann hafði áður skorað tvö mörk gegn Aftureldingu fyrr í sumar. Geturu bara skorað tvennur?

„Hahaha, það lítur út fyrir það í sumar. Á meðan mörkin skila stigum þá er ég sáttur."

Vestri minnkaði muninn í seinni hálfleik þar sem KV skoraði tvö sjálfsmörk með stuttu millibili. Hefuru lent í því áður að þitt lið skorar tvö sjálfsmörk í sama hálfleiknum?

„Nei ég held bara ekki, þetta voru alveg comedy mörk en þau komu ekki að sök sem betur fer."

Sjö stig í síðustu fjórum leikjum, hvað finnst þér hafa breyst hjá KV?

„Það er svosem ekkert sem ég get lagt mat á og sagt bara: 'já þetta breyttist'. Við vorum ekkert að spila illa í byrjun móts þó að stigin hafi ekki komið fyrr en í sjötta leik. En við misstum ekki trúna og stigin hafa verið að koma í seinustu leikjum sem var nauðsynlegt."

Björn gekk í raðir KV frá Gróttu í vetur. Hvers vegna?

„Ég hef auðvitað verið áður í KV þannig ég þekki þetta ágætlega. En það hentar mér vel með vinnu að vera í KV."

Björn er 27 ára gamall og er uppalinn í Gróttu. Hann hefur einnig leikið með KFR, KFS og Njarðvík í meistaraflokki. Hann fór fyrst í KV seinni hluta sumars 2019, lék með liðinu 2020 en skipti svo aftur í Gróttu fyrir tímabilið í fyrra.

Þitt uppeldisfélag, Grótta, er í 2. sæti, kemur það þér á óvart?

„Nei alls ekki, þeir eru mjög vel þjálfaðir og með reynslumikla leikmenn í bland við unga spræka stráka. Þetta virðist ætla að vera margra liða barátta um að fara upp í ár og það kæmi mér ekkert á óvart ef Grótta væri annað þeirra liða."

Hvernig líst þér á leikinn gegn Þór? Horfið þið í KV á þann leik sem úrslitaleik?

„Þetta er risa leikur sem við verðum að mæta í eins og við gerðum á móti Vestra. Ég myndi kannski ekki segja úrslitaleikur en það væri ekki gott að tapa honum. En við förum norður til að sækja þrjá punkta í pokann," sagði Björn.

Leikurinn við Þór hefst klukkan 18:00 í kvöld og er uppgjör liðanna í 10. og 11. sæti Lengjudeildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner