Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 05. ágúst 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill að Gylfi verði leikmaður Everton í byrjun næstu viku
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Gylfi fari til Everton.
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Gylfi fari til Everton.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það bendir allt til þess að Gylfi Þór Sigurðsson sé að fara til Everton. Í gær bárust fréttir að því að Swansea hefði samþykkt 48 milljón punda tilboð frá Everton í íslenska landsliðsmanninn.

Þetta eru ekki staðfestar fréttir, en heimildarmaður sem 101 great goal vitnar í á Twitter sagði frá þessu.

Enska daglabðið The Times tekur undir það sem heimildarmaður 101 great goals segir, í frétt sem er birt í dag. Þar segir Times að Gylfi sé að nálgast félagsskipti til Everton.

Gylfi er efstur á óskalista Ronald Koeman, stjóra Everton, en rætt og skrifað hefur verið um möguleg félagsskipti Gylfa til Everton í allt sumar núna. Fréttir undanfarna daga benda til þess að þessi langa saga sé mögulega að enda, að Gylfi sé að verða leikmaður Everton.

Swansea og Everton eru í viðræðum, en Swansea vill fá 50 milljónir punda. Þeir hafa staðið á sínu og hingað til hafa þeir hafnað tveimur tilboðum frá Everton í Gylfa. Það síðara var upp á 45 milljónir punda.

The Times segir að Ronald Koeman vilji að Gylfi verði leikmaður Everton í byrjun næstu viku. Hvort það gerist verður að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner