Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 05. ágúst 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Fjalla um mikilvægi Grétars hjá Everton
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
The Athletic birtir í dag grein um kaupstefnu Everton og hvernig félagið finnur skotmörk á félagaskiptamarkaðinum. Þar er talsvert fjallað um störf Grétars Rafns Steinssonar hjá félaginu.

Marcel Brands var ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Everton árið 2018 og hann fékk Grétar til starfa sem yfirnjósnara félagsins. Brands fékk Grétar sem leikmann til AZ Alkmaar árið 2006 og þeir hafa haldið góðu sambandi síðan þá.

Grétar er í dag orðinn yfirmaður leikmannakaupa hjá Everton og hann vinnur náið með Brands í að finna leikmenn sem geta styrkt félagið.

Samkvæmt grein The Athletic nota Everton og Grétar gögn frá fyrirtækjum til að skoða leikmenn. Grétar skoðar leikmennina síðan betur og aflar upplýsinga áður en hann sendir skýrslu á Brands sem sér um að eiga viðskipti við önnur félög og leikmenn.

Grétar var áður yfirmaður íþróttamála hjá Fleetwood í ensku C-deildinni og á fjórum árum þar krækti hann í nokkra leikmenn sem spiluðu í neðri deildunum á Englandi.

Þegar Joey Barton tók við sem stjóri Fleetwood árið 2018 vildi hann stýra meira í leikmannamálum félagsins og í kjölfarið fór Grétar til Everton þar sem Brands var mættur sem yfirmaður fótboltamála.

„Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá nær hann í það. Það er svolítið eins og karakterinn er hjá mér," sagði Brands um Grétar stuttu eftir ráðninguna.

Í grein The Athletic er sagt að Grétar hafi vaxið mikið í starfi síðan hann hóf störf hjá Fleetwood á sínum tíma.

„Hann er ótrúlega vinnusamur, ástríðufullur og drífandi. Þetta eru kostir hans. Hann hefur vaxað og dafnað í gegnum árin," sagði heimildarmaður The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner