Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 05. ágúst 2022 22:12
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Gjörsamlega óboðlegt fyrir lið í næst efstu deild
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta leikur tveggja góða liða. Greinilega vel upplagður af báðum liðum. Mér fannst við stýra þessum leik töluvert meira en þeir, fengum vissulega fleiri færi en þeir og hefðum átt að klára þetta og það sérstaklega í lokin." sagði Davíð Smári Lamude eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni í mjög bragðdaufum leik í Safamýrinni í kvöld

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  0 Fjölnir

Davið Smári var spurður hvernig Kórdrengir hafi lagt leikinn upp í kvöld og talaði hann fyrst og fremst um varnarleik liðsins.

„Við ætluðum fyrst og fremst aðeins að huga að varnarleiknum okkar, við höfum verið að leka mörkum og það var kannski svona lagður pínu fókus á það og líka bara fyrir það sem framundan er að reyna vinna í þessum göllum sem hefur verið í vörninni hjá okkur."

Kórdrengir sitja í áttunda sæti sæti deildarinnar með 18.stig og var Davíð Smári spurður hver markmið liðsins væru það sem eftir lifi móts.

„Markmiðið hjá okkur er náttúrulega bara að spila fyrir klúbbinn, spila fyrir okkur sjálfa og halda okkar stollti, þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá okkur í sumar en við höfum sýnt inn á milli frábæra spilamennsku en það eru svo margir faktorar sem kannski útskýra það að staðan er eins og hún er."

„Við fáum okkar heimavöll ekki fyrr en í sjöundu umferð , við erum að æfa hérna út um allan bæ á mismunandi æfingatímum. Ég var með æfingaplan einn dag fram í tíman og við fáum klefa og heimavöll í sjöundu umferð og fyrir lið í næst efstu deild er það gjörsamlega óboðlegt og þau loforð sem við fengum frá vissum aðilum voru öll svikin og það bara því miður þarf að vera ákveðin rammi í kringum svona lið þegar þú ert að spila á þessu leveli og hann var bara alls ekki en allt hrós til leikmanna."

Viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner