Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 05. ágúst 2022 22:12
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Gjörsamlega óboðlegt fyrir lið í næst efstu deild
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta leikur tveggja góða liða. Greinilega vel upplagður af báðum liðum. Mér fannst við stýra þessum leik töluvert meira en þeir, fengum vissulega fleiri færi en þeir og hefðum átt að klára þetta og það sérstaklega í lokin." sagði Davíð Smári Lamude eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni í mjög bragðdaufum leik í Safamýrinni í kvöld

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  0 Fjölnir

Davið Smári var spurður hvernig Kórdrengir hafi lagt leikinn upp í kvöld og talaði hann fyrst og fremst um varnarleik liðsins.

„Við ætluðum fyrst og fremst aðeins að huga að varnarleiknum okkar, við höfum verið að leka mörkum og það var kannski svona lagður pínu fókus á það og líka bara fyrir það sem framundan er að reyna vinna í þessum göllum sem hefur verið í vörninni hjá okkur."

Kórdrengir sitja í áttunda sæti sæti deildarinnar með 18.stig og var Davíð Smári spurður hver markmið liðsins væru það sem eftir lifi móts.

„Markmiðið hjá okkur er náttúrulega bara að spila fyrir klúbbinn, spila fyrir okkur sjálfa og halda okkar stollti, þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá okkur í sumar en við höfum sýnt inn á milli frábæra spilamennsku en það eru svo margir faktorar sem kannski útskýra það að staðan er eins og hún er."

„Við fáum okkar heimavöll ekki fyrr en í sjöundu umferð , við erum að æfa hérna út um allan bæ á mismunandi æfingatímum. Ég var með æfingaplan einn dag fram í tíman og við fáum klefa og heimavöll í sjöundu umferð og fyrir lið í næst efstu deild er það gjörsamlega óboðlegt og þau loforð sem við fengum frá vissum aðilum voru öll svikin og það bara því miður þarf að vera ákveðin rammi í kringum svona lið þegar þú ert að spila á þessu leveli og hann var bara alls ekki en allt hrós til leikmanna."

Viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir