Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 05. ágúst 2022 22:12
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Gjörsamlega óboðlegt fyrir lið í næst efstu deild
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta leikur tveggja góða liða. Greinilega vel upplagður af báðum liðum. Mér fannst við stýra þessum leik töluvert meira en þeir, fengum vissulega fleiri færi en þeir og hefðum átt að klára þetta og það sérstaklega í lokin." sagði Davíð Smári Lamude eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni í mjög bragðdaufum leik í Safamýrinni í kvöld

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  0 Fjölnir

Davið Smári var spurður hvernig Kórdrengir hafi lagt leikinn upp í kvöld og talaði hann fyrst og fremst um varnarleik liðsins.

„Við ætluðum fyrst og fremst aðeins að huga að varnarleiknum okkar, við höfum verið að leka mörkum og það var kannski svona lagður pínu fókus á það og líka bara fyrir það sem framundan er að reyna vinna í þessum göllum sem hefur verið í vörninni hjá okkur."

Kórdrengir sitja í áttunda sæti sæti deildarinnar með 18.stig og var Davíð Smári spurður hver markmið liðsins væru það sem eftir lifi móts.

„Markmiðið hjá okkur er náttúrulega bara að spila fyrir klúbbinn, spila fyrir okkur sjálfa og halda okkar stollti, þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá okkur í sumar en við höfum sýnt inn á milli frábæra spilamennsku en það eru svo margir faktorar sem kannski útskýra það að staðan er eins og hún er."

„Við fáum okkar heimavöll ekki fyrr en í sjöundu umferð , við erum að æfa hérna út um allan bæ á mismunandi æfingatímum. Ég var með æfingaplan einn dag fram í tíman og við fáum klefa og heimavöll í sjöundu umferð og fyrir lið í næst efstu deild er það gjörsamlega óboðlegt og þau loforð sem við fengum frá vissum aðilum voru öll svikin og það bara því miður þarf að vera ákveðin rammi í kringum svona lið þegar þú ert að spila á þessu leveli og hann var bara alls ekki en allt hrós til leikmanna."

Viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner