Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
   fös 05. ágúst 2022 22:12
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Gjörsamlega óboðlegt fyrir lið í næst efstu deild
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta leikur tveggja góða liða. Greinilega vel upplagður af báðum liðum. Mér fannst við stýra þessum leik töluvert meira en þeir, fengum vissulega fleiri færi en þeir og hefðum átt að klára þetta og það sérstaklega í lokin." sagði Davíð Smári Lamude eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni í mjög bragðdaufum leik í Safamýrinni í kvöld

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  0 Fjölnir

Davið Smári var spurður hvernig Kórdrengir hafi lagt leikinn upp í kvöld og talaði hann fyrst og fremst um varnarleik liðsins.

„Við ætluðum fyrst og fremst aðeins að huga að varnarleiknum okkar, við höfum verið að leka mörkum og það var kannski svona lagður pínu fókus á það og líka bara fyrir það sem framundan er að reyna vinna í þessum göllum sem hefur verið í vörninni hjá okkur."

Kórdrengir sitja í áttunda sæti sæti deildarinnar með 18.stig og var Davíð Smári spurður hver markmið liðsins væru það sem eftir lifi móts.

„Markmiðið hjá okkur er náttúrulega bara að spila fyrir klúbbinn, spila fyrir okkur sjálfa og halda okkar stollti, þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá okkur í sumar en við höfum sýnt inn á milli frábæra spilamennsku en það eru svo margir faktorar sem kannski útskýra það að staðan er eins og hún er."

„Við fáum okkar heimavöll ekki fyrr en í sjöundu umferð , við erum að æfa hérna út um allan bæ á mismunandi æfingatímum. Ég var með æfingaplan einn dag fram í tíman og við fáum klefa og heimavöll í sjöundu umferð og fyrir lið í næst efstu deild er það gjörsamlega óboðlegt og þau loforð sem við fengum frá vissum aðilum voru öll svikin og það bara því miður þarf að vera ákveðin rammi í kringum svona lið þegar þú ert að spila á þessu leveli og hann var bara alls ekki en allt hrós til leikmanna."

Viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner