fös 05. ágúst 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Evans tekur við fyrirliðabandinu hjá Leicester
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Jonny Evans er orðinn fyrirliði Leicester eftir að markvörðurinn Kasper Schmeichel yfirgaf félagið og gekk í raðir Nice.

„Kasper hefur verið sönn táknmynd félagsins. Hann hefur verið risastór fyrir félagið og stór hluti af mikilli velgengni undanfarinn áratug. Hann er toppmaður utan vallar að auki," segir Brendan Rodgers, stjóri Leicester.

Danny Ward er orðinn aðalmarkvörður Leicester og Rodgers telur sig ekki þurfa að sækja sér nýjan aðalmarkvörð.

„Jonny tekur við fyrirliðahlutverkinu. Hann hefur gríðarlega virðingu í klefanum fyrir það sem hann hefur afrekað. Það lá beint við að hann tæki við bandinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner