Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 05. ágúst 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir höfnuði tilboði Forest í Gibbs-White
25 milljóna punda tilboði Nottingham Forest í miðjumanninn Morgan Gibbs-White hjá Wolves hefur verið hafnað.

Úlfarnir vilja halda þessum 22 ára leikmanni en spurning er hvort Forest komi með annað tilboð.

Nýliðarnir í Forest hafa verið með alla anga úti á leikmannamarkaðnum og Gibbs-White er eitt helsta skotmark Steve Cooper, stjóra félagsins.

Gibbs-White er uppalinn hjá Úlfunum og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner