Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 05. ágúst 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Footballtransfers.com 
Ísak kominn í stærra hlutverk - „Hefur vaxið sem einstaklingur og leikmaður"
Mynd: Guðmundur Svansson

Ísak Andri Sigurgeirsson hefur spilað vel með Norrköping á tímabilinu í Svíþjóð en liðsfélagi hans, Arnór Ingvi Traustason, hefur hrósað honum í hástert.


Ísak gekk til liðs við Norrköping frá Stjörnunni síðasta sumar en átti erfitt með að festa sig í sessi á síðustu leiktíð. Hann hefur komið við sögu í tíu leikjum í ár og skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í ellefu leikjum í ár. Hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á GAIS í síðustu umferð.

„Hann hefur komist miklu betur inn í hlutina. Ég og allir aðrir höfum reynt að leiðbeina honum. Maður getur ekki bara verið með boltann og hlaupið hingað og þangað, maður verður að leggja hart að sér til að búa til svæði. Það þarf að taka hlaupin, eins og gegn GAIS þegar boltinn skoppaði fyrir framan hann tók hann hlaup inn á teiginn sem ekki allir hefðu gert," sagði Arnór Ingvi.

„Hann mun læra mikið, hann hefur vaxið sem einstaklingur og leikmaður. Hann hefur tekið skref frá því sem hann var fyrir tímabilið og í vor. Ég reyni að hjálpa honum eins mikið og ég get með hvað sem hann vill fá hjálp við. Dyrnar eru alltaf opnar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner