Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 05. ágúst 2024 14:00
Sölvi Haraldsson
West Ham að klára kaupin á Wan Bissaka
Wan Bissaka er á leið í West Ham.
Wan Bissaka er á leið í West Ham.
Mynd: EPA

Aaron Wan Bissaka, varnarmaður Manchester United, hefur verið orðaður frá félaginu í sumar en West Ham eru að klára kaupin á bakverðinum. Sky Sports greinir frá.


West Ham hafa verið uppteknir í glugganum til þessa. Eftir seinasta tímabil hætti David Moyes með liðið og hinn spænski Julen Lopetegui var ráðinn nýr þjálfari liðsins.

Hamrarnir hafa sótt leikmenn eins og Summerville frá Leeds United, Niclas Fullkrug frá Dortmund og Guido Rodriguez á frjálsri sölu frá Real Betis. Núna bendir allt til þess að Wan Bissaka sé að fara að ganga í raðir West Ham einnig.

Wan Bissaka er sagður vilja yfirgefa Manchester United þannig það ætti ekki að vera vandamál fyrir West Ham að semja við hann. Hamrarnir eru að klára kaupin á honum en það eru nokkur smáatriði sem þeir og Manchester United eiga eftir að leysa svo vistaskiptin ganga í gegn.

Bissaka kom til United árið 2019 frá Crystal Palace en hefur spilað 190 leiki fyrir Rauðu Djöflana síðan þá. Oft er hann kallaður köngulóamaðurinn fyrir hans víðfrægu tæklingar en það eru fáir leikmenn í heiminum í dag betri í einn á einn stöðunni varnarlega en hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner