lau 05. september 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fáránlegt klúður Bolasie eftir samspil Gylfa og Richarlison
Gylfi og Bolasie.
Gylfi og Bolasie.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði og var með fyrirliðabandið þegar Everton vann 2-0 sigur Preston í æfingaleik í dag.

Gylfi valdi frekar að vera áfram hjá Everton en að fara til móts við íslenska landsliðið sem spilaði við England í dag. Gylfi taldi nauðsynlegra að æfa og spila með Everton fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Jonjoe Kenny og Dominic Calvert-Lewin skoruðu mörk Everton en Yannick Bolasie hefði líka átt að skora í leiknum.

Hann fékk algert dauðafæri í leiknum eftir gott samspil Gylfa og Richarlison en tókst einhvern veginn ekki að skora.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Yannick Bolasie terrible miss v Preston from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner