Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. október 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að þjóðernið vinni ekki með Jonny Evans
Jonny Evans.
Jonny Evans.
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, telur að varnarmaðurinn Jonny Evans gæti hæglega spilað fyrir eitt af fjórum bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

O'Neill þykir Evans vanmetinn og segir hann að það sé vegna þess að hann kemur frá Norður-Írlandi.

Graeme Souness, sérfræðingur hjá Sky Sports, sagði að Evans myndi auðveldlega komast í vörn Manchester United þrátt fyrir að félagið hafi keypt fyrrum liðsfélaga Evans, Harry Maguire, á 80 milljónir punda í sumar.

„Það er gott og blessað, en það er ekkert sem þarf að segja mér," sagði O'Neill þegar hann var spurður út í ummæli Souness.

„Jonny Evans - frá því ég byrjaði að vinna með honum, og ég hef sagt þetta frá því hann lék með Manchester United - er leikmaður sem á að vera í einu af fjórum bestu liðunum á Englandi."

„Ég hef ekki skipt um skoðun. Mér finnst stundum eins og leikmenn frá Norður-Írlandi, eins og Jonny, séu vanmetnir."

Evans er 31 árs gamall og kom hann í gegnum akademíu Manchester United. Hann lék tæplega 200 leiki fyrir United áður en hann var seldur til West Brom árið 2015.

Er West Brom féll úr ensku úrvalsdeildinni var Evans fáanlegur fyrir 3,5 milljónir punda. Leicester vann hratt og nældi í Evans fyrir þá upphæð.

Leicester og Evans hafa verið að spila vel í upphafi tímabils og er liðið sem stendur í þriðja sæti. Leicester heimsækir topplið Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Áhugaverður leikur framundan þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner