Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 05. október 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Excelsior tapaði þriðja leiknum í röð - Al Arabi sigraði án Arons
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Elías Már Ómarsson er eini Íslendingurinn sem kom við sögu í erlendum deildum í dag. Hann lék allan leikinn er Excelsior tapaði fyrir De Graafschap.

Staðan var jöfn 1-1 þegar Excelsior missti mann af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik og var róðurinn erfiður eftir það.

Elías Már byrjaði tímabilið gríðarlega vel og skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum. Honum mistókst þó að skora í dag en þetta er þriðji leikurinn í röð sem Elías kemur knettinum ekki í netið og jafnframt þriðja tap Excelsior í röð.

Excelsior er með sex stig eftir sex umferðir. Elías er markahæstur ásamt Sydney van Hooijdonk, syni Pierre van Hooijdonk sem raðaði inn mörkunum með Celtic og Nottingham Forest á Bretlandi.

Excelsior 1 - 2 De Graafschap
0-1 M. Hamdaoui ('3)
1-1 R. Niemeijer ('18, víti)
1-2 R. Seuntjens ('89)
Rautt spjald: Ormonde-Ottewill, Excelsior ('24)

Heimir Hallgrímsson stýrði Al Arabi þá til sigurs í bikarnum í Katar. Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópinum þar sem hann mun vera með Íslandi í mikilvægu landsliðsverkefni.

Liðin mættust í annari umferð í riðlakeppni bikarsins og er Al Arabi búið að vinna báða fyrstu leikina.

Af sömu ástæðu var Guðlaugur Victor Pálsson ekki í hópi Darmstadt í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor er fyrirliði Darmstadt en liðið gerði vel án hans og lagði Nürnberg á útivelli með sigurmarki í uppbótartíma. Darmstadt er með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Umm-Salal 0 - 3 Al Arabi
0-1 M. Mohammadi ('14)
0-2 S. Soria ('22)
0-3 H. Harbaoui ('31)

Nurnberg 2 - 3 Darmstadt
1-0 R. Hack ('3)
1-1 S. Dursun ('55)
2-1 F. Lohkemper ('61)
2-2 M. Mehlem ('76)
2-3 N. Rapp ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner