Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 05. október 2022 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Adrenalínið flæðir um líkamann
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var að vonum ánægður þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir ótrúlegan 3-2 sigur Víkinga á Val fyrr í kvöld. Þegar rúmar 20 mínútur lifðu leik var staðan 0-2 fyrir Val og fátt í kortunum að Víkingar hyggðu á endurkomu. Sú varð þó raunin og gerðu Víkingar þrjú mörk á lokakafla leiksins og tryggðu sér stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

„Hvað gerist? Það er bara góð spurning. Við fengum kraft frá varamönnum okkar og þetta snýst um að ná þessu fyrsta marki og þá getur allt gerst. Valur var búið að spila frábæran leik og voru með okkur í köðlunum en þeir voru farnir að þreytast á meðan að við gátum komið með fjóra ferska og ekki bara ferska heldur líka mjög góða fótboltamenn. Sem betur fer náðum við þessu fyrsta marki og þá kom svona von og trú og adrenalínið flæðir um líkamann og það kemur manni ansi langt. “ Sagði Arnar um hvað hefði gerst hjá liðinu sem varð til þess að endurkoman raungerðist.

Leikur Víkinga í fyrri hálfleik var langt frá þeirra besta. Boltinn gekk hægt á milli manna og virtist sóknarleikur liðsins mjög fyrirsjáanlegur fyrir vörn Vals. Tók Arnar kröftuga hálfleiksræðu á lið sitt?

„Nei eiginlega ekki. Ég var óvenju rólegur. Þetta er svo eðlilegt eftir stóra sigra. Alveg sama hvað hver segir, alveg sama hvað strákarnir vilja gíra sig upp og alveg sama hvað ég vill gíra strákanna mikið upp þá er þetta alveg eðlilegt að gefa aðeins eftir. Það er nóg í svona leik í nútímafótbolta að ef þú gefur eftir einhver nokkur prósent þá ertu í slæmum málum sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Val. “

Arnar hefur verið þekktur fyrir það sem þjálfari Víkinga að þora að taka stórar ákvarðanir og í kvöld hafði hann séð nóg og gerði fjórfalda skiptingu. Skipting sem heppnaðist vægast sagt fullkomnlega en allir varamenn Víkinga léku stórt hlutverk í endurkomu liðsins.

„Ef fólk man eftir síðasta tímabili þá var lykillinn að báðum titlum hversu öflugur bekkurinn okkar var. Við gátum klárað leiki gríðarlega vel, hent ferskum mönnum inná og klárað leikinn. Leikur okkar snýst um mjög háa ákefð og það er erfitt að spila. Sérstaklega fyrir framlínuna sem við erum að biðja um að pressa og sinna varnarleik og líka að vera inn í teig og taka á móti fyrirgjöfum og skora mörk. Þetta eru þær stöður sem við leggjum mikla áherslu á að hafa breidd og oftar en ekki í sumar er sú breidd ekki búin að vera til staðar af ákveðnum ástæðum. En núna hægt og bítandi erum við að fá þessa menn til baka og þeir að komast í betra form og það hjálpar okkur mikið. Stundum heppnast þessar skiptingar og stundum ekki en Guð minn almáttugur ég vill ekki gera þetta í hverjum einasta leik. Hjarta mitt myndi ekki þola að vera alltaf undir og þurfa á skiptingum að halda.“

Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner