Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 05. nóvember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar og Guðjón Árni hættir með Víði Garði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Garði hefur hafið leit að nýjum þjálfara eftir að Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson sögðu af sér.

Guðjón Árni tók við þjálfun Víðis í júní 2017 en eftir tímabilið var Hólmar Örn fenginn til félagsins. Hólmar tók við starfi spilandi aðalþjálfara með Guðjón sem aðstoðarþjálfara. Hólmar reyndist lykilmaður fyrir Víði og því var Guðjón við stjórn á hliðarlínunni.

Þeir gerðu vel á sinni fyrstu leiktíð saman og stýrðu liðinu til fjórða sætis í 2. deild. Ekkert ætlaði þó að ganga upp í ár og féllu Víðismenn óvænt þegar Íslandsmótið var blásið af.

„Stjórn Víðis þakkar þeim báðum kærlega fyrir frábært samstarf og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni. Frábærir drengir báðir tveir og heiður að vinna með þeim," segir í færslu á Facebook síðu Víðis.

„Leit að nýjum þjálfara stendur yfir og verður tilkynnt um leið og það liggur ljóst fyrir."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner