Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. nóvember 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Ungverja hræðist Gylfa, Alfreð og Jóa mest
Vika í úrslitaleik umspilsins
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverja, segir að liðið verði að pasa sérstaklega upp á Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson í umspili um sæti á EM.

Í dag er vika í að Ungverjar fá Ísland í heimsókn í hreinum úrslitaleik um EM sætið.

„Þetta er líkamlega mjög sterkt lið og það gefur andstæðingum lítið pláss í sóknarleiknum," sagði Rossi um íslenska liðið.

„Gylfi Sigurðsson er lykilmaður í liðinu. Hann hefur spilað frábærlega í mismunandi stöðum og hann er frábær spyrnumaður með báðum fótum."

„Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru líka mjög hættulegir leikmenn. Það er mikilvægt að skilja ekki eftir svæði fyrir þá."


Sjá einnig:
Ungverski hópurinn sem mætir Íslandi - Rossi heldur sig við nánast sama hóp
Athugasemdir
banner
banner
banner