Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 23:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Man Utd getur ekki varist svona
Mynd: EPA

Rúben Amorim, stjóri Sporting, stýrði liðinu í síðasta sinn á heimavelli í kvöld þegar liðið lagði Man City en hann tekur við sem stjóri Man Utd á mánudaginn.


Þetta var mjög tilfinningaþrungið kvöld fyrir Amorim.

„Tilfinningarnar voru svolítið miklar en sigurinn hjálpaði mikið. Ég fer í friði og tekst á við nýja áskorun. þetta var frábært kvöld og ég elska stuðningsmennina," sagði Amorim.

Hann var að vonum ánægður með sigurinn.

„Já, þetta var skrifað í skýin. Við vorum mjög heppnir í fyrri hálfleik en skorum tvisvar snemma í seinni hálfleik og stuðningsmennirnir hjálpuðu okkur," sagði Amorim.

„Þetta var frábært ferðalag og á sunnudaginn mun ég hefja nýtt ferðalag. Þá þurfum við að spila öðruvísi gegn þessum liðum, við getum ekki varist svona. Ég verð að bæta mig sem þjálfari, ég er mjög ánægður, þetta var frábært kvöld."


Athugasemdir
banner
banner
banner