Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. desember 2019 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Duncan Ferguson stýrir Everton gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Fyrr í kvöld var greint frá því að Marco Silva hefði verið rekinn sem stjóri Everton.

Silva tók við Everton sumarið 2018 og var því tæplega eina og hálfa leiktíð í starfi hjá Everton.

Í tilkynningu frá Everton þakka yfirmenn Everton Silva fyrir starfið og óska honum góðs gengis í framtíðinni. Þar segir einnig að Duncan Ferguson taki við liðinu til bráðabirgða og muni stýra liðinu gegn Chelsea á laugardag.

Félagið vonast þá til þess að tilkynna nýjan stjóra, sem stýrir liðinu til frambúðar, eins fljótlega og hægt er.

Duncan Cowan Ferguson er fyrrum leikmaður félagsins en hann lék 230 deildarleiki fyrir Everton á árunum 1994-2006. Árin 1998-200 var hann á mála hjá Newcastle. Hann lék sem framherji og skoraði 58 deildarmörk fyrir Everton. Hann kom fyrst inn í þjálfarateymi Everton árið 2014.


Athugasemdir
banner